Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015

Málsnúmer 1503013F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30.03.2015

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 15.04.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Lagðir fram aðaluppdrættir og lóðarblað af Sigló hótel. Baðhúsi, útigeymslu og heitum potti hefur verið bætt við teikningarnar og innra skipulagi í miðrými breytt. Samhliða breytingunum er óskað eftir stækkun lóðar til suðurs samkvæmt framlögðu lóðarblaði.

    Nefndin samþykkir breytingarnar og stækkun lóðar fyrir sitt leyti. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Norðurorka óskar eftir að fá úthlutað lóðir utan um mannvirki sín á Ólafsfirði í samræmi við framlagða uppdrætti.

    Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um lóðir. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði. Einnig er sótt um byggingarleyfi þar sem áhugi er fyrir því að byggja hámark 8 fm. hús utan um holuna.

    Erindi frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss við Tjarnargötu 20 vegna flutnings Egils sjávarafurða ehf. í húsnæðið. Lagðar voru fram teikningar af breytingunum.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Á 179.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt skipulagslýsing fyrir breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 og deiliskipulag Leirutanga. Skipulagslýsingin var auglýst 6.-16.mars 2015 í samræmi við 1.mgr. 30.gr og 1. og 3. mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Lagðar fram umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum vegna lýsingarinnar. Einnig voru drög að breytingarblaði samþykkt og kynnt fyrir opnu húsi þann 17. mars sl. í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Nefndin samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingarnar skv. 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015 Á 179.fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru samþykkt drög að tillögu deiliskipulags Leirutanga. Drög þessi voru kynnt almenningi fyrir opnu húsi 17. mars sl. og á heimasíðu Fjallabyggðar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður, á 177. fundi nefndarinnar, höfðu drög að lýsingu vegna skipulagsvinnunnar verið samþykkt. Var lýsingin auglýst þann 13. - 27. febrúar 2015. Uppfærð lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar var auglýst 6.-16. mars 2015 í samræmi við 1.mgr. 30.gr. og 1. og 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Nefndin samþykkir að auglýsa tillögu deiliskipulags Leirutanga samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.