Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 4. febrúar 2015
Málsnúmer 1501011F
Vakta málsnúmer
.1
1501053
Fyrirtækjaheimsóknir
Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 4. febrúar 2015
Fundurinn hófst á heimsóknum í fyrirtækin Skiltagerð Norðurlands og Bifreiðaverkstæðið Múlatind. Atvinnumálanefnd þakkar forsvarsmönnum þessara fyrirtækja fyrir góðar móttökur og góðar kynningar. Lagður var fram listi yfir heimsóknir nefndarinnar til fyrirtækja á árinu 2015.
Bókun fundar
Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Kristinn Kristjánsson og Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 6. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.2
1409031
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 4. febrúar 2015
Lagt fram svar frá Fiskistofu vegna fyrirspurnar nefndarinnar um eftirlitsþátt með byggðarkvótanum. Í svari frá Fiskistofu kemur fram með hvaða hætti eftirlitshlutverkinu er sinnt að hálfu stofunarinnar. Ljóst er samkvæmt svari frá Fiskistofu að eftirlit með byggðarkvótanum er á höndum Fiskistofu en ekki sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 6. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.3
1410062
Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 4. febrúar 2015
Í framhaldi af síðasta fundi voru send út bréf til nokkurra fyrirtækja þar sem óskað var eftir stuðningi við verkefnið. Í ljósi jákvæðra viðbragða samþykkir nefndin að hrinda verkefninu "Ræsing í Fjallabyggð" af stað.
Bókun fundar
Til máls tók Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 6. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.