Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð

Málsnúmer 1410062

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29.10.2014

Vísað til nefndar
Valur Hilmarsson formaður nefndarinnar kynnti hugmynd að samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð. Lagt er til að sveitarfélagið Fjallabyggð standi fyrir samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í heimabyggð. Hugmyndin er að óskað verði eftir samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Samkeppnin verði öllum opin, einstaklingum, hópum og fyrirtækjum og þeim boðið að senda inn verkefnin sín og sækja um þátttöku í verkefninu.

Nefndin fagnar hugmyndinni og leggur til við bæjarráð að henni verði hrundið í framkvæmd í ársbyrjun 2015 og gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 04.11.2014

Atvinnumálanefnd samþykkti á 2. fundi sínum að leggja til við bæjarráð að Fjallabyggð standi fyrir samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í heimabyggð og að óskað verði eftir samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

Bæjarráð samþykkir að fela atvinnumálanefnd að þróa hugmyndina áfram áður en afstaða verður tekin.

Atvinnumálanefnd - 4. fundur - 21.11.2014

Lagt fram
Á fundinn mættu Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Sigurður Steingrímsson verkefnastjóri á Akureyri. Kynntu þau starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og rætt var um hugsanlega samstarfsfleti við Fjallabyggð á vettvangi nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna.
Stefnt er að halda kynningarfund um nýsköpunarsamkeppni fimmtudaginn 4. desember nk.

Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21.01.2015

Samþykkt
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að setja eina milljón króna í verkefnið "Ræsing í Fjallabyggð". Nefndin samþykkir að óska eftir stuðningi fyrirtækja, tengdum Fjallabyggð, við verkefnið þannig að hægt verði að hrinda því af stað sem fyrst.

Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 04.02.2015

Samþykkt
Í framhaldi af síðasta fundi voru send út bréf til nokkurra fyrirtækja þar sem óskað var eftir stuðningi við verkefnið. Í ljósi jákvæðra viðbragða samþykkir nefndin að hrinda verkefninu "Ræsing í Fjallabyggð" af stað.

Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 04.03.2015

Samþykkt
Lokadagur til þátttöku í Ræsingu í Fjallabyggð er í dag, miðvikudaginn 4. mars.
Nefndin samþykkir að skipa Val Þór Hilmarsson formann nefndarinnar sem fulltrúa Fjallabyggðar í dómnefnd.

Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 08.04.2015

Samþykkt
Umsóknarfrestur vegna Ræsing í Fjallabyggð rann út í gær en umsóknarfrestur hafði verið framlengdur um einn mánuð. Alls bárust 13 umsóknir. Valur Þ. Hilmarsson hefur óskað eftir að draga sig úr dómnefnd fyrir hönd Fjallabyggðar. Atvinnumálanefnd samþykkir að skipa Friðfinn Hauksson í hans stað.

Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 06.05.2015

Lagt fram
Dómnefnd um verkefnið Ræsing í Fjallabyggð, sem er samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð, hefur metið þær 13 umsóknir sem bárust í keppnina og valið úr þeim sex til frekari þróunar. Verkefnin sem valin voru til áframhaldandi þátttöku voru:
- Áfalla og streitumiðstöð. Umsækjandi Sigrún Sigurðardóttir, lektor.
- Beint frá báti. Umsækjandi Vigfús Rúnarsson, nemi.
- Ferða og frístundaþjónusta Fjallabyggðar. Umsækjandi Jón Ólafur Björgvinsson, frístundafræðingur.
- Jarðskjálfta- og norðurljósamiðstöð á Tröllaskaga. Umsækjandi Ármann Viðar Sigurðsson, byggingartæknifræðingur.
- Kláfur á Múlakollu. Umsækjandi Halldór Jóhannsson, viðskiptafræðingur.
- Farþegaferja - Fólksflutningar á milli Ólafsfjarðar og Grímseyjar. Umsækjandi Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir, viðskiptafræðingur.

Þátttakendur fá 12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun og fá á þeim á tíma stuðning og handleiðslu verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Atvinnumálanefnd fagnar framkomnum hugmyndum/verkefnum og óskar umsækjendum til hamingju með fjölbreyttar og spennandi hugmyndir.

Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 02.09.2015

Lagt fram
Upphaflega bárust 13 umsóknir í verkefnið Ræsing í Fjallabyggð. Sex verkefni voru valin til áframhaldandi þátttöku:

- Áfalla og streitumiðstöð. Umsækjandi Sigrún Sigurðardóttir, lektor.
- Beint frá báti. Umsækjandi Vigfús Rúnarsson, nemi.
- Ferða og frístundaþjónusta Fjallabyggðar. Umsækjandi Jón Ólafur Björgvinsson, frístundafræðingur.
- Jarðskjálfta- og norðurljósamiðstöð á Tröllaskaga. Umsækjandi Ármann Viðar Sigurðsson, byggingartæknifræðingur.
- Kláfur á Múlakollu. Umsækjandi Helgi Jóhannsson, viðskiptafræðingur.
- Farþegaferja - Fólksflutningar á milli Ólafsfjarðar og Grímseyjar. Umsækjandi Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir, viðskiptafræðingur.

Umsækjendur verkefnanna "Áfalla og streitumiðstöð" og "Ferða- og frístundaþjónusta Fjallabyggðar" hafa dregið sig til baka þannig að eftir standa fjögur verkefni. Dómnefnd hefur veitt umsækjendum frest til 16. september að skila inn viðskiptaáætlunum. Dómnefndin kemur svo saman 21. september og mun þá tilnefna sigurvegara í samkeppninni Ræsing í Fjallabyggð.

Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 04.11.2015

Staðfest
Á dögunum lauk nýsköpunarsamkeppninni Ræsing í Fjallabyggð. Atvinnumálanefnd þakkar þeim fjölmörgu aðilum sem tóku þátt í verkefninu fyrir þátttökuna og jafnframt óskar nefndin þeim aðilum sem voru með vinningstillögur til hamingju með árangurinn og með von um að þær verði að veruleika.
Einnig vill nefndin þakka þeim fyrirtækjum sem studdu við verkefnið fyrir stuðninginn og starfsfólki Nýsköpunarmiðstöðvar fyrir gott utanumhald.
Atvinnumálanefnd telur að samkeppnin hafi tekist vel og töluverð tækifæri séu til staðar til að efla atvinnutækifæri í bæjarfélaginu. Stefnt skal að því að halda aðra nýsköpunarsamkeppni á árinu 2017.