Hvalaskoðun frá Ólafsfirði

Málsnúmer 1408039

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21.08.2014

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu um hvalaskoðun:

"Hafnarnefnd samþykkir að óska eftir nánu samstarfi við nýstofnaða atvinnumálanefnd svo og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu að kanna með að koma á varanlegum ferðum til hvalaskoðunar fyrir ferðamenn í sveitafélaginu strax næsta sumar".

Greinagerð:
Sívaxandi ferðamannastraumur til sveitarfélagsins kallar á fleiri afþreyingarkosti fyrir ferðamenn inn í hina miklu flóru okkar sem þegar er fyrir.
Hvalskoðun er sívaxandi ferðamannagrein sem vert er að gefa gaum og kanna með rekstrargrundvöll fyrir í sveitafélaginu.


Tillaga borin upp til atkvæða og samþykkt með 3 atkvæðum.
Ásgeir Logi Ásgeirsson og Steingrímur Óli Hákonarson sátu hjá.

Atvinnumálanefnd - 1. fundur - 16.10.2014

Tekið fyrir erindi frá Hafnarstjórn Fjallabyggðar þar sem óskað eftir nánu samstarfi við nýstofnaða atvinnumálanefnd svo og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu þar sem kannað verði að koma á varanlegum ferðum til hvalaskoðunar fyrir ferðamenn í sveitafélaginu strax næsta sumar. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina og skorar á áhugasama aðila að stofna félag til að ýta verkefninu úr vör.