Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
Málsnúmer 1408009F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti á fundi sínum 28. ágúst að Gurrý A. Ingvarsdóttir fái launað námsleyfi í samræmi við kjarasamninga. Um er að ræða frekari sérmenntun sem mun nýtast í hennar störfum fyrir Fjallabyggð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum 27. ágúst að fjármunir sem eru á launaáætlun 2014 vegna þjónustu við aldraða í Ólafsfirði verði færðir sem framlag til dagvistar aldraðra í Hornbrekku. Einnig er lagt til að gerður verði þjónustusamningur um verkefnið við Hornbrekku.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
Bókun fundar
<DIV>Til máls tóku Helga Helgadóttir og Kristjana R. Sveinsdóttir.<BR>Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
Deildarstjóri tæknideildar hefur óskað eftir áætluðum kostnaði við heildarúttekt á viðhaldi á eignum bæjarfélagsins.
Ætlunin var að leggja þær upplýsingar fram á fundinum.
Málinu frestað til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
Á síðasta Hafnasambandsþingi var samþykkt samhljóða að halda Hafnasambandsþing í Fjallabyggð og á Dalvík dagana 4. og 5. september.
Fjallabyggð hefur rétt á að skipa tvo fulltrúa til að fara með atkvæði Fjallabyggðarhafna.
Bæjarráð samþykkir að formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri verði fulltrúar bæjarfélagsins á fundinum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
Lagður fram tölvupóstur frá formanni Golfklúbbs Ólafsfjarðar.
Bæjarráð leggur til að Valtýr Sigurðsson hrl. komi á fund ráðsins sem fyrst og fari yfir málið í heild og geri grein fyrir möguleikum á að ná sáttum, því mikill munur er á hugmyndum Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Norðurorku um lausn þess.
Bókun fundar
Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
Dagur íslenskrar náttúru verður að venju haldinn hátíðlegur þann 16. september n.k. Sveitarfélög og landshlutasamtök eru hvött til að hafa dag íslenskrar náttúru í huga í störfum sínum.
Bæjarráð hvetur öll félagasamtök bæjarfélagsins og íbúa að leggja málinu lið. Sveitarfélagið hefur að geyma einstakar náttúruperlur og svæði sem fólk getur notið útivistar og andlegrar upplyftingar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 2. september 2014
Fræðslu- og frístundanefnd hefur lagt til að skipaður verði stýrihópur um verkefnið.
Bæjarráð leggur áherslu á að öll fræðslu- og frístundanefnd taki þátt í verkefninu í samvinnu við deildarstjóra og skólastjóra Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að frestur til að skila nýrri fræðslustefnu verði lengdur og miðist við komandi áramót.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
<DIV>Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Afgreiðsla 354. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.