Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014
Málsnúmer 1408005F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014
Lögð fram ósk deildarstjóra fjölskyldudeildar um að félagsmiðstöðin Neon fái afnot af gamla skólahúsnæðinu að Hlíðarvegi 18-20 Siglufirði. Á sínum tíma var ákveðið að félagsmiðstöðin yrði með starfsemi sína í nýjum fjölnotasal grunnskólans við Norðurgötu en ljóst er að samnýting með starfsemi skólans hentar ekki sérlega vel. Er þess vegna óskað eftir að félagsmiðstöðin fái að nýta fyrstu hæð húsnæðisins að Hlíðarvegi, þ.e. samliggjandi stofur á fyrstu hæð auk salerna. Gert er ráð fyrir að lokað verði fyrir umgang upp á efri hæð og jarðhæð hússins.
Deildarstjóra er kunnugt um áhuga aðila á að nýta salinn á efri hæðinni og skal tekið fram að ef af þeirri nýtingu verður mun það ekki hafa áhrif á starf félagsmiðstöðvarinnar. Reyndar verður að teljast æskilegt að sem mest líf verði í húsinu frekar en láta það standa autt og ónotað.
Samkvæmt ákvörðun fyrri bæjarstjórnar á að selja húsnæðið, en bæjarráð samþykkir að heimila notkun þess meðan það er í eigu bæjarfélagsins.
Bæjarráð vill beina því til fræðslu- og frístundanefndar og ungmennaráðs að fundin verði framtíðarlausn fyrir félagsmiðstöðina.
Bókun fundar
<DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.<BR>Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014
Lögð fram ósk Ásdísar Sigurðardóttur um að fá leigðan salinn á efri hæðinni í Gagnfræðaskólahúsinu Hlíðarvegi Siglufirði, til að bjóða uppá heilsuþjálfun/heilsueflingu fyrir bæjarbúa Fjallabyggðar. Sérstaklega í framhaldi af því að læknar í Fjallabyggð ætli að fara að ávísa á hreyfingu.
Samkvæmt ákvörðun fyrri bæjarstjórnar á að selja húsnæðið, en
bæjarráð samþykkir að kanna möguleika á nýtingu húsnæðisins að Hlíðarvegi 18-20 Siglufirði sem best meðan það er í eigu bæjarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra nýtingu húsnæðisins og vinna drög að gjaldskrá og leggja fyrir 355. fund bæjarráðs.
Afgreiðslu erindis frestað þar til ákvörðun liggur fyrir.
Bókun fundar
<DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014
Lagt fram erindi Ásdísar Sigurðardóttur, þar sem óskað er eftir aðkomu Fjallabyggðar að heilsueflingu fyrir eldri borgara, í formi afnota af mannvirkjum og launa leiðbeinenda.
Bæjarráð þakkar Ásdísi fyrir gott erindi, en sér sér ekki fært að koma að málinu með þessum hætti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og sundurliðun á kostnaði sem færður hefur verið vegna breytinga á 3ju hæð ráðhúss Fjallabyggðar. Einnig áætluð upphæð á þá verkþætti sem eftir eru.
Bæjarráð lýsir yfir undrun sinni á háum kostnaði vegna endurbóta á ráðhúsi Fjallabyggðar. Kostnaður við verkið er kominn langt framúr upphaflegri áætlun tæknideildar frá því á síðasta kjörtímabili. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman minnisblað fyrir 355. fund bæjarráðs um málið með ítarlegum skýringum á framúrkeyrslu m.v. upphaflega áætlun.
Bókun fundar
Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014
Á fyrsta fundi vinnuhóps um búfjárhald í Fjallabyggð 21. ágúst 2014, var eftirfarandi tillaga samþykkt:
"Vinnuhópurinn leggur til að í Ólafsfirði verði Ósbrekkurétt aukarétt við haustgöngur 2014. Hann leggur einnig til að fé verði dregið upp úr Ósbrekkurétt skv. VI. kafla, 27.gr. um fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011".
Bæjarráð tekur vel í tillöguna og samþykkir að vísa henni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.<BR>Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV></DIV>
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014
Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á næsta ári, eru öll bæjar- og sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
Bókun fundar
Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26. ágúst 2014
Lögð fram og bókuð eftirfarandi tilkynning dagsett 21.08 2014 til formanns bæjarráðs Fjallabyggðar, Steinunnar Maríu Sveinsdóttur.
"Á 105. fundi bæjarstjórnar þann 18. ágúst 2014 lögðu bæjarfulltrúar F-lista og S-lista fram bókun vegna ábendingar okkar um að láðst hefði að auglýsa fund bæjarstjórnar þann 13. ágúst sl., á heimasíðu Fjallabyggðar eins og sveitarstjórnarlög og samþykktir Fjallabyggðar kveða á um. Í bókuninni harma bæjarfulltrúar F- og S- lista þau mistök sem áttu sér stað í stjórnsýslunni og við bentum á. Þrátt fyrir það eru við sakaðar um óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð auk brots á 4. gr. siðareglna fyrir kjörna fulltrúa Fjallabyggðar án þess að það sé rökstutt frekar. Umræddar fullyrðingar varða æru okkar og starfsheiður sem bæjarstjórnafulltrúa og eru til þess fallnar að draga úr trúverðugleika okkar og starfsskilyrðum. Í því ljósi óskuðum við óformlega eftir að taka málið á dagskrá fundar bæjarráðs þann 19. ágúst sl. en því var neitað af hálfu bæjarfulltrúa F- og S- lista og bent á að vettvangur slíks væri að þeirra mati næsti bæjarstjórnarfundur þann 10. september nk.. Að okkar mati er um alvarlegar og ómaklegar ásakanir að ræða og höfum við því ákveðið að leita bæði álits innanríkisráðuneytisins á ásökununum og álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á meintu broti okkar á siðareglum svo og hvort að bókun fulltrúa F-lista og S-lista geti fallið undir brot á siðareglum Fjallabyggðar. Þetta tilkynnist hér með og er óskað eftir að tilkynning okkar verði lögð fram til kynningar á næsta fundi bæjarráðs."
S.Guðrún Hauksdóttir
Helga Helgadóttir
Meirihluti bæjarráðs vill koma eftirfarandi á framfæri:
"Við undirrituð hörmum tilurð þessa máls. Er það von okkar að bæjarfulltrúar sýni bæði vandaðri vinnubrögð og hverjum öðrum meiri virðingu í framtíðinni og að við getum nú snúið okkur að mikilvægari málum íbúum Fjallabyggðar til heilla".
Kristinn Kristjánsson
Steinunn María Sveinsdóttir
Bókun fundar
Afgreiðsla 353. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.