Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
Málsnúmer 1408003F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar um óskir verksala er varðar verðtryggingu á samningsupphæð um skólamáltíðir og einnig að tryggt verði að uppreikningur skv. verðlagsbreytingum komi ekki til lækkunar á samningsverði.
Bæjarráð samþykkir að fallast á óskir verksala um að verð samkvæmt samningi taki breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar 1. september 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 352. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
Í kjölfar útboðs á vátryggingum fyrir Fjallabyggð 2009, í umsjón Ríkiskaupa, var samið við Sjóvá Almennar tryggingar hf.
Samningurinn var til þriggja ára með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, sem sveitarfélagið nýtti sér.
Bæjarráð samþykkir að bjóða út vátryggingar fyrir Fjallabyggð frá 1. janúar 2015 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að leita til Ríkiskaupa með umsjón með útboðinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 352. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjallabyggðar, dagsett 14. ágúst 2014.
Bæjarráði er boðið í heimsókn á slökkvistöðina við hentugleika.
Slökkviliðsstjóri vekur athygli á að Brunavarnaráætlun Fjallabyggðar 2010-2014 rennur út um næstu áramót og hefur hafið vinnu við næstu áætlun 2015-2019.
Nokkur atriði eru nefnd sem standa enn útaf vegna framkvæmdahluta brunavarnaáætlunarinnar og er þar helst nefnt kaup á mannskapsbílum fyrir báðar stöðvar, þ.e. Siglufirði og Ólafsfirði.
Bæjarráð þakkar erindið og boðið og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 352. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til júlí.
Niðurstaðan fyrir heildina er 518,4 m.kr. sem er 101,4% af áætlun tímabilsins sem var 511,2 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 31,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 24,4 m.kr. Nettóniðurstaða er því 7,1 m.kr. umfram áætlun tímabilsins.
Vísa þarf kjarasamningsbreytingum til viðauka við fjárhagsáætlun 2014.
Bókun fundar
Afgreiðsla 352. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19. ágúst 2014
Lögð fram til kynningar fundargerð deildarstjóra frá 12. ágúst 2014.
Bókun fundar
Afgreiðsla 352. fundar bæjarráðs staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.