Lokun vegar við Hannes Boy

Málsnúmer 1407054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30.07.2014

Borist hefur ábending um að vegur um bátadokk með fram Hannes Boy hafi verið lokað án leyfis.

 

Nefndin ítrekar bókun 79. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 13. júní 2012 þar sem segir meðal annars: "Að höfðu samráði við lögreglu er yfirhafnarverði heimilt að loka götunni tímabundið". Einnig bendir nefndin á að umræddur vegur er einstefnu vistgata og því þurfa ökumenn að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim.