Umsókn um byggingarleyfi, Aðalgata 26

Málsnúmer 1406063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 02.07.2014



Jakob Örn Kárason, fyrir hönd óstofnaðs félags sækir um byggingarleyfi fyrir Aðalgötu 26 á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Breytingarnar fela í sér breytt innra skipulag Aðalgötu 26 og beina tengingu við jarðhæð Aðalgötu 28 á tveimur stöðum. Útliti Aðalgötu 26 verður breytt á þann veg að skyggni verður stækkað. Að auki er sótt um leyfi til að koma fyrir sölulúgu á austurhlið hússins með aðkeyrslu fyrir fólksbíla.


 


Nefndin samþykkir fyrirhugaðar breytingar, þó ekki leyfi fyrir sölulúgu að svo stöddu og felur deildarstjóra tæknideildar að skoða útfærslu á aðkomu að sölulúgu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30.07.2014

Á 168. fundi nefndarinnar voru fyrirhugaðar breytingar á Aðalgötu 26 samþykktar, þó ekki leyfi fyrir bílalúgu á austurhlið hússins. Deildarstjóri tæknideildar hefur skoðað útfærslu á aðkomu að bílalúgu og þarf að breyta Grundargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu í einstefnugötu til norðurs svo hægt verði að setja upp bílalúgu á austurhlið Aðalgötu 26.

 

Nefndin telur það ekki mögulegt að gera Grundargötu að einstefnugötu þar sem göturnar austan og vestan við Grundargötu, Lækjargata og Norðurgata eru báðar einstefnugötur til norðurs. Að auki þyrfti að fjarlægja gangstétt við bílalúgu og þar með þröngva gangandi vegfarendur út á götuna.

 

Af öllu framansögðu, hafnar nefndin gerð bílalúgu á austurhlið hússins.