Úttekt á eignum bæjarfélagsins

Málsnúmer 1406057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24.06.2014

Bæjarráð leggur til að deildarstjóri tæknideildar geri úttekt á eignum bæjarins, viðhaldi og ásýnd, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2015.
Í framhaldi af því verði Skipulags- og umhverfisnefnd falið að vinna aðgerðaáætlun í samvinnu við deildarstjóra tæknideildar.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 04.07.2014

Til umræðu komu neðantaldar eignir sem kalla á viðhald og eða endurbyggingu.

 

1. Til umræðu kom Hafnarbyggja á Siglufirði

2. Tenging á milli Óskarsbryggju að Hafnarbryggju.

3. Bryggju frá Fiskmarkaði að togarabryggju.

4. Bryggum í suðurhöfninni - vestur og suðurþil.

5. Flotbryggju á Ólafsfirði

6. Norðurbryggju Ólafsfirði.

Hafnarstjórn telur rétt og eðlilegt að málið sé til skoðunar og frekari umræðu á næsta fundi hafnarstjórnar.

Nauðsynlegt er að forgangsraða verkefnum fyrir áætlunargerð næsta árs.

 

 

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 02.09.2014

Deildarstjóri tæknideildar hefur óskað eftir áætluðum kostnaði við heildarúttekt á viðhaldi á eignum bæjarfélagsins.

Ætlunin var að leggja þær upplýsingar fram á fundinum.

Málinu frestað til næsta fundar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 61. fundur - 02.10.2014

Er í vinnslu
Nokkur umræða var um úttekt á eignum og þörf á viðhaldsverkefnum á hafnarsvæðinu.
Farið var yfir ábendingar sem komu fram á fundi 04.07.2014.
Fram komu einnig ábendingar um neðantalin verkefni og er lagt til að þeim málum verði vísað til gerðar áætlunar fyrir árið 2015.
Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að hafnarstjórn forgangsraði verkefnum næsta árs.
1. Fjölga tengingum fyrir afgreiðslu á rafmagni á Hafnarbryggju.
2. Fjölga tengingum fyrir afgreiðslu á vatni fyrir Hafnarbryggju.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að kostnaður við þessa framkvæmd verði lagður fram á næsta fundi.
3. Lýsing á hafnarsvæðinu er verið að bæta og verður verkinu lokið fyrir mánaðarmót.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12.11.2014

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram upplýsingar um áætlaðan kostnað við ástandsskoðun mannvirkja í eigu Fjallabyggðar.

Bæjarráð leggur til að ráðist verði í umrædda skoðun á næsta fjárhagsári og að gert verði ráð fyrir kaupum á þeirri vinnu í áætlun 2015.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 63. fundur - 26.11.2014

Lagðar fram upplýsingar um áætlaðan kostnað við að skoða eignir bæjarfélagsins.
Bæjarráð hefur tekið ákvörðun um að verkefnið verði á dagskrá á næsta fjárhagsári og verður verkið boðið út.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að fram fari skoðun á þeim eignum sem tilheyra höfninni.
Samþykkt samhljóða.