Formaður hafnarstjórnar lagði fram bréf bæjarstjóra frá 14. maí 2014. Þar kemur fram að á 340. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 13. maí 2014 hafi verið tekin fyrir fundargerð hafnarstjórnar frá 9. maí 2014. Í fundargerð hafnarstjórnar kom fram að mælt er með öðrum umsækjanda en Capacent mat hæfastan. Niðurstaða hafnarstjórnar var án rökstuðnings.
Bæjarráð fer því þess á leit við hafnarstjórn að hún rökstyðji niðurstöðu sína áður en bæjarráð tekur endanlega ákvörðun í máli þessu.
Formaður hafnarstjórnar lagði fram tölvupóst dags. 15. maí 2014, en þar kemur fram neðanritað
"Vinsamlegast birtið opinberlega.
Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið og þeirra viðbragða sem ég hef fengið vegna ráðningar í stöðu yfirhafnarvarðar langar mig til þess koma réttum upplýsingum á framfæri.
Þrátt fyrir að hafnarnefnd hafi gengið gegn niðurstöðu ráðningafyrirtækis og ákveðið að mæla með mér í starfið hef ég ekki verið ráðinn. Það kemur skýrt fram í fundargerð bæjarráðs.
Það er vegna þess sem ég hef nefnt hér að ofan að ég hef ákveðið að draga umsókn mína tilbaka og er það ósk mín að það muni skapa sátt í samfélaginu og einfalda ráðningu nýs yfirhafnarvarðar.
Ég vil nota tækifærið og óska nýjum yfirhafnarverði alls hins besta.
Bestu kveðjur,
Kristinn Kristjánsson"
Hafnarstjórn lýsir vonbrigðum með að sá umsækjandi sem nefndin mælti eindregið með í starf yfirhafnarvarðar í Fjallabyggð hafi dregið umsókn sína til baka.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu fundargerðar.