Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
Málsnúmer 1405004F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands ses verður haldinn á Hótel KEA þriðjudaginn 20. maí n.k. kl. 10.00.
Bæjarráð telur rétt að markaðs- og menningarfulltrúi fari á fundinn fyrir hönd bæjarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
Aðalfundur Tækifæris hf verður haldinn 14. maí að Strandgötu 3 á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, kt. 110243-6189 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna reksturs gististaðar að Hólavegi 31, Siglufirði.
Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 3. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúð án veitinga.
Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fram lagða umsókn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
Lagt fram bréf frá Valtý Sigurðssyni dags. 29. apríl 2014. Vísar hann í greinargerð frá Einari Hrafni Hjálmarssyni verkfræðingi sem ber heitið "Færsla byrjunarsvæðis skíðasvæðis í Skarðsdal".
Þar kemur fram að um sé að ræða þrjá valkosti í samanburði við núverandi staðsetningu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðar ríkisins og fulltrúum Leyningsáss ses.
Bókun fundar
Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
Lagt fram minnisbréf frá deildarstjóra tæknideildar dags. 7. maí er varðar sandburð í Ólafsfjarðarvatn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að óska eftir fundi með Vegagerð ríkisins til að ræða leiðir til að koma í veg fyrir að sandur safnist ofan og neðan við brú.
Bókun fundar
Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
Lögð fram til kynningar samþykkt um stjórn Fjallabyggðar, sem staðfest var 5. maí sl. af Innanríkisráðuneytinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 340. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13. maí 2014
Lögð fram greinargerð frá Capacent og fundargerð hafnarstjórnar frá 9. maí 2014.
Hafnarstjórn ákvað á fundi sínum þann 7. apríl 2014 að fá ráðgjafafyrirtækið Capacent til þess að taka viðtöl og meta hæfni umsækjenda um stöðu yfirhafnavarðar.
Capacent skilaði af sér rökstuddri niðurstöðu og telur einn umsækjanda hæfastan.
Á fundi sínum dags 9. maí 2014 var það niðurstaða hafnarstjórnar að mæla með öðrum umsækjanda en Capacent mat hæfastan. Niðurstaða hafnarstjórnar var án rökstuðnings.
Bæjarráð fer þess á leit við hafnarstjórn að hún rökstyðji niðurstöðu sína áður en bæjarráð tekur ákvörðun.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Hlöðvesson, Ingvar Erlingsson, Ólafur H. Marteinsson, Egill Rögnvaldsson og Helga Helgadóttir.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að vísa þessum lið til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs n.k. fimmtudag.</DIV><DIV>Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu og umfjöllun þessa liðar.</DIV></DIV>
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.