1. Aðsetur yfirkjörstjórnar
a. Ámundi Gunnarsson og Magnús Eiríksson munu taka við framboðslistum á Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, 2. hæð, milli kl. 11 og 12 laugardaginn 10. maí nk.
b. Á kjördag verður aðsetur yfirkjörstjórna í Ráðhúsi Fjallabyggðar 2. hæð.
2. Auglýsing um aðsetur kjörstjórnar, um framboðsfrest og leiðbeiningar.
Formaður yfirkjörstjórnar sendir auglýsingu í Tunnuna.
3. Móttaka framboðslista
Sbr. 1a
4. Fundur yfirkjörstjórna 11. maí 2014 verður í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði þar sem:
a. úrskurðað verður um framboðslista
b. listabókstöfum úthlutað
5. Auglýsing framboða
Framboð verða auglýst í Tunnunni, sem verður útgefin miðvikudaginn 14. maí 2014. Formaður yfirkjörstjórnar sendir auglýsingu á þriðjudag f.h.
6. Prentun kjörseðla
Kjörseðlar verða prentaðir í Tunnunni, í hlutlausum lit.
7. Auglýsing kjördeilda og opnunartími
Auglýst verður í Tunnunni og á vef Fjallabyggðar einni og hálfri viku fyrir kosningar og í sömu viku.
Kosið verður í Menntaskólanum í Ólafsfirði og í Ráðhúsinu á Siglufirði, opnunartími verður ákveðinn síðar.
8. Vinna á kjördag
a. viðvera yfirkjörstjórnar
verður í Ráðhúsi Siglufjarðar meðan kosið verður og fram eftir nóttu
b. söfnun atkvæða
skiptikassar verða um kl. 4-5, fá lögreglu til að koma með hann úr Ólafsfirði, undirkjörstjórn kemur með seinni kassann eftir lokun og afstemmingu
c. talning
talið verður í Ráðhúsinu á Siglufirði
d. skýrslur til Hagstofu verða sendar með venjubundnum hætti
9. Útgáfa kjörbréfa
Kjörbréf verða gefin út af yfirkjörstjórn á sérstökum fundi í byrjun júní.
10. Formenn undirkjörstjórna sjá um undirbúning og framkvæmd í kjördeildum, s.s. klefa og kjörkassa.