Þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á starfssvæði Róta bs. á vestanverðu Norðurlandi.

Málsnúmer 1404020

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 09.04.2014

Forseti kynnti drög að þjónustusamningi.

 

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa þjónustusamningi til umfjöllunar á aukafundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 16.04.2014

Bæjarstjórn samþykkti á 99. fundi sínum 9. apríl 2014, með 9 atkvæðum að vísa þjónustusamningi til umfjöllunar á aukafundi bæjarstjórnar.

Með vísun í 3.gr. samþykkta fyrir byggðasamlagið Rætur bs. er lagður fram til staðfestingar þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á starfssvæði Róta bs. á vestanverðu Norðurlandi.
Að samningnum standa Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Til máls tóku Guðrún Árnadóttir og Ingvar Erlingsson.

Samningurinn borinn upp undir atkvæði og samþykktur með 9 atkvæðum.