Bæjarráð Fjallabyggðar - 338. fundur - 29. apríl 2014

Málsnúmer 1404006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 20.05.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Þann 11. apríl s.l. sendi Umhverfisstofnun bréf á öll sveitarfélög, ásamt drögum að áætlun til þriggja ára, um refaveiðar.
    Ætlunin var að ganga frá samningi við bæjarfélög um endurgreiðslur á þriðjungi kostnaðar.
    Í bréfi frá 14. apríl eru lögð fram drög að "Áætlun til þriggja ára um refaveiðar."
    Óskað er eftir umsögn og athugasemdum fyrir 30. apríl 2014.
     
    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að halda utan um málið og ganga frá samningi við ráðuneyti og veiðimenn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Lagðar fram fundargerðir vegna breytinga á húsnæði bókasafnsins í Ólafsfirði og framtíðar hugmyndir um lagfæringar á bóka- og héraðsskjalasafni á Siglufirði.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Kosningar til sveitarstjórna mun fara fram laugardaginn 31. maí 2014.
    Bæjarráð leggur til viðbæjarstjórna neðanritaða tillögu til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
     
    Tillaga vegna kosninga til sveitarstjórnar laugardaginn 31. maí 2014:
    a) Umboð til bæjarráðs Fjallabyggðar til að staðfesta kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014 og fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir.
    Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014. Jafnframt veitir bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5. frá 6. mars 1998 með síðari breytingum.
    b) Ákvörðun bæjarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til sveitarstjórnar 31. maí 2014, sbr. 13. gr. IV. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 6. mars 1998 og sbr. 44 gr. IX. kafla sömu laga um kosningar til sveitarstjórna.
    Sbr. 13. og 44. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5 frá 6. mars 1998 með síðari breytingum samþykkir bæjarstjórn tvær kjördeildir í Fjallabyggð og verða þær annars vegar í ráðhúsinu Siglufirði og hins vegar í Menntaskólanum á Tröllaskaga, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.
    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður V Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun, sjá 488. mál.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar að verja um 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til átaks sem tryggja mun 390 námsmönnum, 18 ára og eldri, störf í sumar hjá ríki og sveitarfélögum.
    Bæjarráð samþykkir að sækja um styrk frá Vinnumálastofnun til að tryggja sem flest störf fyrir ungt fólk í Fjallabyggð í sumar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .6 1404049 Reitir 2014
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Fyrir hönd Reita óskar Arnar Ómarsson eftir aðkomu bæjarfélagsins að verkefnum sumarsins og nefnir neðanritað.
    1. Fjárstyrk að upphæð kr. 200.000.-.
    2. Gistipláss í gamla gagnfærðaskólanum fyrir 10 - 15 manns.
    3. Gott áfamhaldandi samstarf við bæjarfélagið.
    Bæjarráð samþykkir afnot af húsnæði skólans frá 1. júlí til 15. júlí 2014.
    Jafnframt samþykkir bæjarráð aðstoð við Reiti eins og verið hefur og felur deildarstjóra tæknideildar að aðstoða Reiti.
    Bæjarráð leggur hins vegar áherslu á að styrkumsóknir til verkefna verði að berast á réttum tíma. Fjárstyrk er því hafnað en bæjarráð leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Lagt fram til kynningar, frumvarp til laga um örnefni, þingskjal 832 - 481. mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Lagt fram til kynningar, samanburður á kennitölum Fjallabyggðar frá árinu 2006 til síðustu áramóta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands haldinn 8. apríl 2014 hvetur sveitarfélög til að vinna að stefnumörkun um ræktun skjólbelta, yndis- og nytjagróðurs í þéttbýli og skapa vistvænna umhverfi.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Lagt fram bréf til bæjarstjóra er varðar staðfestingu á útsvarsprósentu við álagningu 2014 á tekjur ársins 2013.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að staðfesta að Fjallabyggð lagði 14.48% á tekjur ársins 2013.
    Bæjarráð leggur áherslu að ekki var nýtt heimild til að hækka útsvarið um síðustu áramót og er útsvarið óbreytt á árinu 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Mánudaginn 28. apríl sl. sótti bæjarstjóri fund Byggðastofnunar að Miðgarði í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Velferðarnefnd Alþingis heimsótti Iðjuna og Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 28. mars sl.  Heimsóknin tókst vel í alla staði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Reikningar lagðir fram til kynningar. Forseti bæjarstjórnar, stjórnarmaður setursins fór yfir stöðu mála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Rektrarniðurstaða tímabils er 0.5 m.kr. betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -27.1 m.kr. miðað við -27.6 m.kr.
    Tekjur eru þó lægri um 5.3 m.kr, gjöld lægri um 10.1 m.kr. 
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Lögð fram tillaga - drög að auglýsingu. Lögð er þar áhersla á að húsnæðið verði auglýst strax, en lagt er til að málið verði tekið til endurskoðunar eftir þrjá mánuði.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Bæjarstjóra er falið að koma þeim ábendingum á framfæri að lagfæra þarf þjóðveginn í gegnum Fjallabyggð vegna aukinnar umferðar í samræmi við nýgerða umferðaröryggisáætlun.
    Bæjarráð bendir m.a. á bréf frá Vegagerðinni þar sem ósk um færslu þjóðvegarins í gegnum Siglufjörð hefur verið hafnað.
    Bæjarráð leggur því þunga áherslu á að jarðgangagerð milli Fljóta og Siglufjarðar komist á Samgönguáætlun hið fyrsta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 338
    Fært í trúnaðarbók.
    Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.