Kröfuinnheimta fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1402016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19.02.2014

Lagt fram minnisblað frá skrifstofu- og fjármálastjóra, dags. 19.02.2014.

Gerð var verðkönnun um kröfuinnheimtu fyrir bæjarfélagið og var skiladagur 14. febrúar 2014.

Þrír innheimtuaðilar tóku þátt í umræddri verðkönnun.

Bæjarráð leggur til að teknar verði upp viðræður við Inkasso/Inkasso Legal þar sem könnunin gefur til kynnað að kostnaður fyrir greiðendur og kröfuhafa er að meðaltali lægstur.

Bæjarráð telur rétt að miða slíkan samning við tvö ár.

Samþykkt samhljóða.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 06.05.2014

332. fundur bæjarráðs samþykkti að teknar yrðu upp viðræður um kröfuinnheimtu fyrir Fjallabyggð við Inkasso.

Lagður fram samningur um innheimtu reikninga og vanskilakrafna í milliinnheimtu og löginnheimtu fyrir Fjallabyggð við Inkasso ehf. og Inkasso Löginnheimtu ehf.

Einnig þjónustu og samstarfslýsing við Inkasso ehf.

Bæjarráð samþykkir fram lagða samninga.

Inkasso ehf. mun einnig taka að sér eldri gjaldfallnar innheimtukröfur sveitarfélagsins sem ekki hafa verið í sérstöku innheimtuferli.