Lagt fram uppfært erindi frá Ferðatröllum, ásamt ítarupplýsingum vegna landshlutasíðu fyrir utanverðan Tröllaskaga, dagsett 12. febrúar 2014.
Heimasíðugerð, www.visittrollaskagi.is
Í framhaldi af erindi frá 18. desember s.l. hafa fulltrúar Ferðatrölla, Freyr Antonsson, Kolbrún Reynisdóttir og Kristján Hjartarson, ásamt Margréti Víkingsdóttur, upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar og Kristni Reimarssyni, markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar skoðað betur hvað felst í landshlutavef frá Stefnu og hvaða kostnaður er við uppsetningu og rekstur. Í kjölfarið fékkst nákvæmara verðtilboð frá Stefnu sem miðast við landshlutavef sem inniheldur "visit einingu" og er einnig skalanlegur fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur.
Í framhaldi af þeirri skoðun er lagt til að Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð skipti á milli sín kostnaði við kaup á kerfinu og rekstri þess, en Ferðatröll taki að sér verkefnisstjórn og beri kostnað af því, en kostnaður við verkefnisstjórn er áætlaður á bilinu 300.000 til 500.000 kr.
Áætlaður hlutur á hvort sveitarfélag yrði þá um 594.000 kr.
Samkvæmt tilboðinu er mánaðargjald 14.900 kr, þessar tölur eru án vsk.
Lagt er til að nota vefslóðina www.visittrollaskagi.is ef Menningarfélagið Berg fellst á það og að aðrar slóðir eins og t.d. www.arcticbow.is bendi á sömu síðu, einnig að því gefnu að eigendur lénsins fallist á það.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.