Farið yfir tillögur sem lagt er til að komi til umræðu við fjárhagsáætlunargerð.
Eftirfarandi tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2014 voru samþykktar samhljóða.
Í menningarmálum var eftirfarandi samþykkt.
Styrkur til Berjadaga verði 600 þús.
Styrkur til Þjóðlagahátíðar verði 1 milljón.
Í frístundamálum var eftirfarandi samþykkt.
Styrkur til Hestamannafélagsins Glæsis verði 500 þús.
Styrkur til Hestamannafélagsins Gnýfara verði 500 þús.
Styrkir til hestamannafélaganna eru rekstrarstyrkir sambærilegir við rekstrarstyrki til annarra félaga.
Styrkur til Golfklúbbs Ólafsfjarðar verði 1,6 milljón.
Styrkur til Golfklúbbs Siglufjarðar verði 1,6 milljón.
Styrkur til KF vegna æfingaferða í Bogann 370 þús.
Styrkur til Kjarna stuðningsfélags 65 þús.
Styrkur til Skíðafélags Ólafsfjarðar vegna unglingameistaramóts 400 þúsund.
Í umhverfismálum var eftirfarandi samþykkt.
Styrkur til Skógræktarfélags Siglufjarðar verði 250 þús. í tengslum við samstarfssamning 2014.
Varðandi ábendingu Alberts Gunnlaugssonar um framlög til framboða við næstu sveitarstjórnarkosningar, samþykkir bæjarráð óbreytt fyrirkomulag á styrkjum til framboða.
Varðandi framkvæmdir var samþykkt að heildarupphæð til framkvæmda hækki úr 245 milljónum í 285 milljónir á árinu 2014.
Eignasjóður 235 milljónir.
Hafnarsjóður 25 milljónir.
Veitustofnun 25 milljónir.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2014-2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.