Ákveðið var á síðasta fundi að fara yfir tillögur að framkvæmdum og lagfæringum á hafnarsvæðum Fjallabyggðahafna á næsta fjárhagsári.
Fram hafa komið ábendingar um neðanritað, en fundarmenn leggja mikla áherslu á að ráðast þarf í miklar lagfæringar á aðal löndunarhöfn bæjarfélagsins þ.e. hafnarbryggju á Siglufirði.
Er varðar framkvæmdir á Siglufirði komu fram ábendingar um neðanritað;
1. Lagfæringar á þekju og umhverfi suðurhafnar á Siglufirði - áætlaður kostnaður 3.5 m.kr.
2. Kaup á flotbryggju við smábátahöfn á Siglufirði - áætlaður kostnaður 10.0 m.kr.
3. Kaup á nýjum löndunarkrana á Siglufirði - áætlaður kostnaður um 7.0 m.kr. Ákvörðun frestað sjá lið 4.
4. Hafnarstjórn óskar eftir kostnaðarmati á timburbryggju frá Hafnarbryggju og að togarabryggju, en um er að ræða umþað bil 65 m.
Er varðar framkvæmdir í Ólafsfirði komu ábendingar um neðanritað;
1. Lagfæringar á þekju, götu og umhverfi í Ólafsfirði - áætlaður kostnaður um 3.0 m.kr.
2. Kaup á flotbryggju í Ólafsfirði - áætlaður kostnaður á 20 metra bryggju um 10 m.kr. Ákvörðun frestað.
3. Viðgerðir við og endurbyggja garð í Ólafsfirði og er áætlaður hluti hafnarsjóðs um 3.0 m.kr.- framlag frá ríkinu er tryggt, en það er kr. 9.0 m.kr.
Ofanritað samþykkt einróma.