Á fundinn mætti Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Jónína gerði grein fyrir fjárhagsáætlun grunnskólans. Hún lagði fram tillögu að gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar frá 01.01.2014. Einnig lagði Jónína fram ársskýrslu skólans fyrir skólaárið 2012-2013 og starfsáætlun grunnskólans fyrir skólaárið 2013-2014.
Jónína vék af fundi kl. 19:25.
Á fundinn mætti Olga Gísladóttir leikskólastjóri. Olga gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2014. Miklar umræður fóru fram um fjölda stöðugilda og fjölda yngstu barna á leikskólanum. Olga vék af fundi kl. 19:15.
Á fundinn mætti Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar. Magnús gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Tónskólans. Hann lagði fram starfsáætlun Tónskólans 2013-2014. Einnig lagði Magnús fram gjaldskrá Tónskólans. Magnús vék af fundi kl. 19:30.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri vék af fundi kl. 19:30.
Á fundinn mætti Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi. Haukur gerði grein fyrir fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála.
Eftir yfirferð skólastjórnenda og íþrótta- og tómstundafulltrúa fór nefndin yfir helstu helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar og breytingatilögur á fjárhagsramma.
Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 4. nóvember næst komandi.
Varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.