Bæjarráð Fjallabyggðar - 318. fundur - 29. október 2013

Málsnúmer 1310009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 94. fundur - 13.11.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 318. fundur - 29. október 2013
    Á 317. fundi bæjarráðs var ákveðið að vísa til næsta fundar umfjöllun um tillögu að úthlutun á byggðakvóta.

    Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að rita Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að úthlutunarreglur Fjallabyggðar verði  óbreyttar frá fyrra ári.

    Þar var lögð áhersla á breytingu orðalags þannig að í stað orðsins byggðarlags í 2. mgr. 4 gr. kom orðið sveitarfélag sem og í 3.mgr. 4.gr. og í 1 mgr. 6. gr. kom orðið sveitarfélagsins í stað byggðarlags.

    Til viðbótar í 4. gr. komi eftirfarandi:
    Hámarksúthlutun byggðakvóta á skip vegna fiskveiðiársins 2013-2014 í Fjallabyggð skal vera eftirfarandi:
    Siglufjörður 50 tonn
    Ólafsfjörður 50 tonn

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita bréf til þeirra fiskverkenda í sveitarfélaginu sem gerðu samkomulag við útgerðir um vinnslu á byggðakvóta fyrir síðasta fiskveiðiár.
    Þar sé óskað eftir upplýsingum um vinnutilhögun, og reynslu af samstarfi útgerðaraðila, fiskverkenda og sveitarfélagsins og hvernig þeir sjái fyrir sér vinnslu byggðakvóta til framtíðar.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 318. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 318. fundur - 29. október 2013
    Í erindi skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar dagsett 18. október 2013, er þess óskað að skólaráðsfulltrúum sé greitt fyrir fundarsetu.
    Skólaráð starfi samkvæmt lögum nr. 91 frá 12. júní 2008 og sé opinber stjórnsýslunefnd.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra afgeiðslu málsins að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 318. fundur - 29. október 2013
    Niðurstaða bæjarráðs skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar bæjarráðs staðfest á 94. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.