Styrkumsóknir 2014 - Menningarmál

Málsnúmer 1309009

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 28.10.2013

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um menningarstyrki.

 



Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 04.11.2013

Farið yfir umsóknir um menningarstyrki og tillaga gerð til bæjarráðs.

Tvær styrkumsóknir bárust að loknum umsóknarfresti og er þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 08.11.2013

Lagt fram minnisblað frá 2. fundi markaðs- og menningarnefndar, en á þeim fundi lauk nefndin yfirferð á umsóknum um menningarstyrki sem bárust áður en umsóknarfrestur rann út.

Sótt var um 9.3 m.kr en til úthlutunar voru 4.587 þúsund.

Tvær umsóknir frá Þjóðlagasetri og þjóðlagahátíð bárust eftir að umsóknarfrestur rann út og er þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir tillögu markaðs- og menningarnefndar að styrkjum.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Þjóðlagasetur um 800.000,- og Þjóðlagahátíð um 700.000,-.