Hugmynd um gerð tröllagerðis

Málsnúmer 1308037

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18.09.2013

Lagðar fram hugmyndir Shok Han Liu og Önnu Maríu Guðlaugsdóttur um gerð tröllagerðis í Ólafsfirði.

 

Nefndin samþykkir að boða þær á næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15.10.2013

Undir þessum lið komu Shok Han Liu og Anna María Guðlaugsdóttir og kynntu hugmyndir sínar um gerð tröllagerðis við Menntaskólann á Tröllaskaga. Óska þær eftir samstarfi við Fjallabyggð um staðsetningu, skipulag og framkvæmd við gerð téðs tröllagerðis.

 

Nefndin samþykkir staðsetningu fyrir tröllagerði innan lóðarmarka Menntaskólans á Tröllaskaga, en bendir á að staðsetning verði utan við byggingarreit mögulegrar stækkunar menntaskólans.