Umsókn um byggingarleyfi, spennistöð

Málsnúmer 1307032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24.07.2013

Þorsteinn Jóhannesson f.h. Rarik ohf sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Hverfisgötu á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Spennistöðinni er ætlað að leysa af hólmi þá stöð sem nú er í húsinu að Suðurgötu 47.

 

Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið samþykkir nefndin að framkvæmdin verði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18.09.2013

Á 158. fundi nefndarinnar var tekin fyrir umsókn Rarik ohf um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Hverfisgötu 38 á Siglufirði. Var samþykkt að framkvæmdin yrði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum. Grenndarkynningunni lauk þann 28. ágúst síðastliðinn og kom sameiginleg athugasemd frá öllum þeim sem fengu grenndarkynninguna í hendur.

 

Athugasemdirnar eru hér með lagðar fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15.10.2013

Á 159. fundi nefndarinnar voru athugasemdir vegna grenndarkynningar á spennistöð við Hverfisgötu 38 á Siglufirði lagðar fram til kynningar.

 

Nefndin samþykkir að hafna þeirri tillögu sem var í grenndarkynningu til 28. ágúst síðastliðinn.

 

Eftir að grenndarkynningunni lauk hefur Rarik lagt fram nýja teikningu þar sem búið er að lækka spennistöðina í landinu meir en áður var.

 

Eftir að hafa skoðað nýja teikningu að legu spennistöðvarinnar hafnar nefndin að sú tillaga verði grenndarkynnt og óskar eftir að gerð verði tillaga þar sem spennistöðin er felld inn í landið á öllum hliðum nema framhlið.