Snjómokstur á íþróttasvæðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1306047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 301. fundur - 25.06.2013

Lagt fram erindi frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um aukafjárveitingu.

Fram kemur að þar sem mikill snjór var á íþróttasvæðum eftir veturinn hafi þau verið mokuð með tilfallandi kostnaði, sem ekki var beint gert ráð fyrir í áætlunum. Búið er að moka fyrir kr. 468.000 á knattspyrnuvöllum og er það mjög stór hluti af rekstrarfjármagni vallanna fyrir sumarið. Einnig er vitað að kostnaður við að moka golfvöllinn í Ólafsfirði var um kr. 200.000.-.

Íþrótta og tómstundafulltrúi óskar eftir kr. 600.000.- aukafjárveitingu til að standa straum af þessum aukna kostnaði.


Bæjarráð hafnar ósk um aukafjárveitingu.