Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013

Málsnúmer 1305003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 15.05.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Á 153. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var afgreiðslu á deiliskipulaginu grunnskólareitur á Þormóðseyri frestað vegna framkominna athugasemda sem komu á auglýsingartíma deiliskipulagstillögunnar.
     
    Lögð er fyrir nefndina greinargerð sem lögfræðingur bæjarins hefur unnið í samráði við tæknideild Fjallabyggðar og skipulagsráðgjafa bæjarins með svörum við þeim athugasemdum sem bárust vegna deiliskipulagstillögunnar.
     
    Af öllum framlögðum gögnum samþykkir nefndin deiliskipulagið með þeirri viðbót að gangstétt við bílastæði við Norðurgötu verði færð inn fyrir bílastæðin og felur tæknideild að senda það til Skipulagsstofnunar til yfirferðar.
    Nefndin felur jafnframt tæknideild að senda framkomna greinargerð með svörum við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Á 152. fundi nefndarinnar var umsókn Þórs Konráðssonar f.h. Skútabergs ehf sem óskaði eftir, f.h. Síldarvinnslunar hf, leyfi til að rífa mjölhúsið á Siglufirði frestað á þeim forsendum að í vinnslu er deiliskipulag fyrir Þormóðseyri sem nær m.a. yfir umrædda lóð.
    Á 295. fundi bæjarráðs sem haldinn var 7. maí var eftirfarandi bókun um málið samþykkt.
    "Í ljósi framkominna tillagna um nýtt deiliskipulag sem er í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd, telur bæjarráð rétt að bóka neðanritað.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til niðurrifs verði samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd enda verði lögð áhersla á, við útgáfu leyfis, að viðskilnaður og yfirborðsfrágangur lóðar verði bænum og núverandi lóðarhafa til sóma.
    Bæjarráð leggur ríka áherslu á að eðlilega verði staðið að niðurrifi þessu og skilum á lóðinni til bæjarfélagsins án nokkurra kvaða eða eftirmála, enda beri Síldarvinnslan hf fulla ábyrgð á verkinu."
    Nefndin samþykkir byggingarleyfi til niðurrifs á mjölhúsinu (fnr. 213-1073) með fyrirvara um að gerður verði samningur við eiganda hússins, Síldarvinnsluna hf um niðurrifið þar sem kveðið verður á um verktryggingu, verk- og  tímaáætlun, frágang lóðar, förgun úrgangs og dagsektir.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.<BR>Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir sátu hjá.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Valdimar Steingrímsson eigandi Hlíðarvegar 75 í Ólafsfirði sækir um leyfi nefndarinnar til að byggja skjólvegg á stigauppgang og skýli yfir útidyr á neðri og efri hæð skv. meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Á 119. fundi nefndarinnar óskaði Pétur Arnþórsson eftir áliti nefndarinnar á fyrirhuguðum breytingum á Norðurgötu 12. Nefndin óskaði eftir fullnægjandi byggingarnefndarteikningum og hafa þær nú borist.
     
    Nefndin samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Á 152. fundi nefndarinnar var erindi Þorsteins Jóhannessonar f.h. E. Sigurðsson ehf um að klæða húseignina Suðurgata 24 að utan og gera bílastæði sunnan við húsið frestað vegna þess að nefndin óskaði eftir nánari lýsingu á timburklæðningarefni.
     
    Borist hefur svar þar sem fram kemur að ætlunin sé að nota 20 mm eikarklæðningu á neðri hluta hússins.
     
    Nefndin samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 8. maí 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 89. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.