Umsókn um leyfi til niðurrifs á mjölhúsi

Málsnúmer 1303038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 04.04.2013

Þór Konráðsson f.h. Skútaberg ehf óskar eftir leyfi f.h. Síldarvinnslunar hf til að rífa mjölhúsið á Siglufirði (fnr. 213-1073), einnig nefnt Ákavíti. Áætlað er að ljúka niðurrifi á húsinu í júní á þessu ári.

 

Ósk um leyfi til niðurrifs er frestað á þeim forsendum að í vinnslu er deiliskipulag fyrir Þormóðseyri sem nær m.a. yfir umrædda lóð. Deildarstjóra tæknideildar er falið að fara yfir málið með skipulagsráðgjafa vegna vinnu við deiliskipulag Þormóðseyrar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 295. fundur - 07.05.2013




Í ljósi framkominna tillagna um nýtt deiliskipulag sem er í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd, telur bæjarráð rétt að bóka neðanritað.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til niðurrifs verði samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd enda verði lögð áhersla á, við útgáfu leyfis, að viðskilnaður og yfirborðsfrágangur lóðar verði bænum og núverandi lóðarhafa til sóma.

Bæjarráð leggur ríka áherslu á að eðlilega verði staðið að niðurrifi þessu og skilum á lóðinni til bæjarfélagsins án nokkurra kvaða eða eftirmála, enda beri Síldarvinnslan fulla ábyrgð á verkinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 08.05.2013

Á 152. fundi nefndarinnar var umsókn Þórs Konráðssonar f.h. Skútabergs ehf sem óskaði eftir, f.h. Síldarvinnslunar hf, leyfi til að rífa mjölhúsið á Siglufirði frestað á þeim forsendum að í vinnslu er deiliskipulag fyrir Þormóðseyri sem nær m.a. yfir umrædda lóð.

Á 295. fundi bæjarráðs sem haldinn var 7. maí var eftirfarandi bókun um málið samþykkt.

"Í ljósi framkominna tillagna um nýtt deiliskipulag sem er í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd, telur bæjarráð rétt að bóka neðanritað.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til niðurrifs verði samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd enda verði lögð áhersla á, við útgáfu leyfis, að viðskilnaður og yfirborðsfrágangur lóðar verði bænum og núverandi lóðarhafa til sóma.

Bæjarráð leggur ríka áherslu á að eðlilega verði staðið að niðurrifi þessu og skilum á lóðinni til bæjarfélagsins án nokkurra kvaða eða eftirmála, enda beri Síldarvinnslan hf fulla ábyrgð á verkinu."

Nefndin samþykkir byggingarleyfi til niðurrifs á mjölhúsinu (fnr. 213-1073) með fyrirvara um að gerður verði samningur við eiganda hússins, Síldarvinnsluna hf um niðurrifið þar sem kveðið verður á um verktryggingu, verk- og  tímaáætlun, frágang lóðar, förgun úrgangs og dagsektir.