Aukafundur Eyþings 12. febrúar 2013

Málsnúmer 1302009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19.02.2013

Aukafundur Eyþings var haldinn 12. febrúar 2013, en þar var skipulag Eyþings til umræðu sem og tillaga að sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Bæjarstjóri lagði fram endanlega útgáfu af sóknaráætluninni, sem samþykkt var á fundinum með framkomnum orðalagsbreytingum.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomna sóknaráætlun, en hvetur til frekari umræðu um sóknaráætlunina á næsta aðalfundi Eyþings.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 290. fundur - 26.03.2013

Lögð fram fundargerð aukafundar Eyþings frá 12. febrúar sem og sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra fyrir árið 2013.

Í þeirri áætlun kemur fram að ætlunin er að leggja um 50 m.kr. til verkefna sem ekki eru falin öðrum með lögum og þá fyrst og fremst á sviði atvinnumála og nýsköpunar, mennta og menningarmála eða markaðsmála.