Til umsagnar - Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003, með síðar breytingum

Málsnúmer 1210089

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44. fundur - 21.01.2013

Fyrir áramót voru lögð fram í hafnarstjórn drög að frumvarpi um breytingar á hafnalögum nr.61/2003. Hafnarstjóri átti fund með Siglingastofnun og ráðuneyti að beiðni hafnarstjórnar er varðar þessar tillögur. Þær tillögur að breytingum gætu haft mikla þýðingu fyrir endurbyggingu á hafnarbryggju. Hafnarstjóri gerði stjórn einnig grein fyrir töfum sem orðið hafa á afgreiðslu málsins á þingi, en ætlunin var að afgreiða málið fyrir áramót. Málið er hins vegar á dagskrá ríkisstjórnar á morgun, þ.e. þriðjudaginn 22.01.2013. Það verður síðan lagt fram sem stjórnarfrumvarp til umræðu á þingi eftir minniháttar breytingar. Það er skilningur formanns Hafnasambandsins að það sé ætlun ríkisstjórnar að ljúka málinu fyrir þinglok.

 

Rétt er að minna á, að með breytingum á 14. gr. er lagt til að ákvæðum laganna um ríkisstyrktar hafnarframkvæmdir sé breytt í veigamiklum atriðum og þar með sé endurnýjun á hafnarbryggju styrkhæf um allt að 60%. Í framhaldinu verði það verkefni hafnarstjórnar að koma Hafnarbryggju í samgönguáætlun.

 

Lagt fram til kynningar.