Þjónustusamningur um bókasafn og upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1208003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 265. fundur - 09.08.2012

Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við umfjöllun þessa dagskrárliðar.
Lögð fram til kynningar ósk Bolla og bedda ehf um gerð þjónustusamnings fyrir bókasafn og upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar viðeigandi nefnda, forstöðumanns bókasafns og deildarstjóra.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 270. fundur - 11.09.2012

Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Bolla og bedda ehf.
Bæjarstjóri lagði fram undirskriftarlista með 173 nöfnum þar sem því er mótmælt að bókasafninu í Ólafsfirði verði lokað og rekstri þess verði breytt.

Bæjarráð telur að ekki sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarfélagsins, þvert á móti gefist tækifæri til að auka hana með samningi við Bolla og bedda ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23.10.2012

Bolli og beddi ehf. hefur fallið frá því að gera samning við Fjallabyggð um “bókakaffi” að Strandgötu í Ólafsfirði.
Jafnframt lýsir fyrirtækið áhuga á því að klára viðræður um rekstur upplýsingamiðstöðvar.      

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna um rekstur upplýsingamiðstöðvar við Bolla og bedda ehf.