Hús og lóð við Suðurgötu 26 Siglufirði

Málsnúmer 1207070

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 22.08.2012

Gunnar Trausti Guðbjörnsson sendir inn erindi er varðar húseign hans að Suðurgötu 26.

Bendir hann á að sennilega sé bráðnandi snjór úr snjóskafli ofan af Hverfisgötu farinn að grafa undan grunni hússins að Suðurgötu 26. Einnig telur hann að þrjár lóðir fylgi húsinu þó það sé búið að byggja á þeim öllum. Vill hann að Fjallabyggð grafi drenskurð vegna mögulegs vatns undan snjóskaflinum, afmarki/girði lóð hans, útbúi bílastæði og gangi frá tröppum sem liggja að húsinu. Einnig að rífa skúr ofan við húsið.

 

Nefndin hafnar framkomnu erindi.