Lokun vegar við Hannes Boy

Málsnúmer 1205064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 137. fundur - 31.05.2012

Finnur Yngvi Kristinsson sækir um fyrir hönd Rauðku ehf. leyfi til þess að loka fyrir umferð framan við Hannes Boy og út fyrir strandblakvöllinn.

 

Nefndin leggur til að gatan verði gerð að vistgötu á þessum kafla.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 41. fundur - 11.06.2012

Á 137. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 31. maí sl., var tekið fyrir neðangreint erindi.
Lokun vegar við Hannes Boy sjá bréf dags 24. maí undirritað af Finni Yngva Kristinssyni.

Sækir hann fyrir hönd Rauðku ehf. um leyfi til þess að loka fyrir umferð framan við Hannes Boy og út fyrir strandblakvöllinn. Skipulagsnefndin leggur til að gatan verði gerð að vistgötu á þessum kafla.

Hafnarstjórn telur rétt að minna á fyrri bókanir og telur ekki tímabært að gatan verði gerð að vistgötu.

Hafnarstjórn telur eðlilegt að minna á áherslu hafnarstjórnar er varðar einstefnu og tímatakmarkanir eins og áður var bókað.

Hafnarstjórn telur rétt að um helgar og við stærri atburði þá sæki aðilar um frekari lokanir á götunni.