Skil á fjárhagslegum upplýsingu sveitarfélaga

Málsnúmer 1202067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21.02.2012

Á síðasta ári hóf Hagstofa Íslands að taka saman upplýsingar um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga á hverju þriggja mánaða tímabili. Skilin eru á grundvelli reglugerðar nr. 395/2011.

Í erindi Hagstofu Íslands frá 16. febrúar sl. er vakin athygli á skyldu sveitarfélaga til að afhenda fjárhagslegar upplýsingar og í leiðinni tekið fram að ekki sé verið að tala um formleg uppgjör sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.