Smábátahafnir og baðstrendur á Íslandi - Könnun vegna Bláfánans

Málsnúmer 1201007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10.01.2012

Bláfánaverkefnið hófst á árinu 2003 og hafa nú sex staðir flaggað fánanum hingað til og er frestur til að sækja um Bláfánann fyrir árið 2012 til 25. febrúar n.k.  
Fáninn er til marks um aukna umhverfisvitund og þar með kröfu um vistvæna starfshætti.

 

Bæjarráð vísar umræddri könnun sem er á vegum Landverndar til afgreiðslu hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15.03.2012

Landvernd sendir hafnarstjórn bréf dags. 2. janúar 2012, en um er að ræða beiðni Landverndar um aðstoð við kortlagningu smábátahafna og baðstranda vegna Bláfánans. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir góða umhverfisstjórnun. Til að hljóða viðurkenningu þurfa rekstraraðilar að móta umhverfisstefnu og innleiða umgengnisreglur, kortleggja þjónustu á svæðinu og veita upplýsingar um aðbúnað og umhverfi á skiltum.

Hafnarstjórn fór yfir framlagða könnun og var hafnarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við yfirferð og afgreiðslu hafnarstjórnar.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 134. fundur - 04.04.2012

Landvernd sendir skipulags- og umhverfisnefnd bréf dags. 2. janúar 2012, en um er að ræða beiðni Landverndar um aðstoð við kortlagningu smábátahafna og baðstranda vegna Bláfánans. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir góða umhverfisstjórnun. Til að hljóta viðurkenningu þurfa rekstraraðilar að móta umhverfisstefnu og innleiða umgengnisreglur, kortleggja þjónustu á svæðinu og veita upplýsingar um aðbúnað og umhverfi á skiltum.
Nefndin fór yfir framlagða könnun og felur umhverfisfulltrúa að svara erindinu í samræmi við yfirferð og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.