Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 4. fundur - 6. janúar 2012

Málsnúmer 1201003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 11.01.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1201023 Arkitektateikningar
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 4. fundur - 6. janúar 2012
    Arkitekt Grunnskóla Fjallabyggðar mætti á fund nefndarinnar.
    Fram kom að arkitektar hafa farið yfir og samþykkt nær allar ábendingar sem komu fram hjá nefndinni á síðasta fundi og lagfært teikningar í samræmi við fram komnar óskir.
    Teikningar arkitekta voru bornar upp til samþykktar til útboðs með áorðnum breytingum, sjá hér sérstaka bókun.
     
    1. Fundarmenn lögðu áherslu á að gluggar verði samræmdir frekar á suðurhlið nýbyggingar í samræmi við íþróttasal, sjá og fundargerð síðasta fundar.
    2. Spjöld í hurðum miðist við gluggahæð á neðri hæð.
    3. Nefndarmenn samþykktu tillögu arkitekta um gólfefni í smíðastofu.
    4. Arkitekt mun kanna með hita í þak á útbyggingu neðri hæðar.
     
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1201025 Tjarnarstígur 3 - Verklýsing og tilboðsskrá
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 4. fundur - 6. janúar 2012
    Verklýsing samþykkt til útboðs, enda gerir nefndin ekki athugasemdir við verklýsingu og tilboðsskrá enda hefur deildarstjóri tæknideildar farið yfir umrædd gögn fyrir fundinn.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Egill Rögnvaldsson.<BR>Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .3 1201022 Stækkun Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði - auglýsing í Mbl.
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 4. fundur - 6. janúar 2012
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar samþykkir auglýsingu um útboð á stækkun á skólahúsnæðinu að Tjarnarstíg 3 í Ólafsfirði og er vísað í meðfylgjandi auglýsingu.
    Samþykkt samhljóða.
    Nefndin leggur áherslu á að kostnaðaráætlun liggi fyrir við opnun tilboða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .4 1111031 Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 4. fundur - 6. janúar 2012
    Lagt fram á síðasta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.