Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 9. jnaúar 2012

Málsnúmer 1112011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 11.01.2012

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1201018 Starfsmannamál og stöðuhlutföll á Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín M.H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri og María Guðmundsdóttir f.h. starfsmanna.
     
    Skólastjórar fóru yfir starfsmannamál og stöðuhlutföll á Leikskóla Fjallabyggðar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1112043 Samræmd könnunarpróf 2011 4., 7. og 10. bekkur
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
    Undir þessum lið sat: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
     
    Skólastjóri fór yfir meðaltöl Grunnskóla Fjallabyggðar á samræmdum könnunarprófum 2011.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1201026 Foreldrakönnun - Grunnskóli Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
    Undir þessum lið sat: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Skólastjóri lagði fram foreldrakönnun Grunnskóla Fjallabyggðar sem lögð var fyrir í nóvember.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .4 1201019 Beiðni um námsvist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
    Undir þessum lið sat: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
     
    Reykjanesbær hefur óskað eftir námsvist nemanda í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .5 1103057 Reglur um starfs- og endurmenntun fyrir starfsmenn Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
    Fræðslunefnd fór yfir reglur um starfs- og endurmenntun fyrir starfsmenn Fjallabyggðar en reglurnar skulu endurskoðaðar í janúar ár hvert.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .6 1109112 Rannsókna- og þróunarstöð Háskólans á Akureyri. Kynningarbréf til skólaskrifstofu "Evrópurannsókn á netnotkun meðal ungmenna"
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
    Lagt fram til kynningar.
    Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA (RHA) hefur lagt fyrir Evrópurannsókn á netnotkun unglinga í 9. og 10. bekk í grunnskólum. Fræðslu- og menningarfulltrúi gaf skriflegt leyfi til samstarfs við Grunnskóla Fjallabyggðar og til að leggja könnunina fyrir nemendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .7 1112044 Forfallakennsla í grunnskólum
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
    Lagt fram til kynningar.
     
    Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur grunnskóla til að taka skipulag forfallakennslu til umfjöllunar í skólaráði þar sem forfallakennslu í grunnskólum hafi víða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.