Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 15. desember 2011

Málsnúmer 1112007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 11.01.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
    Vegna umsóknar um breytt rekstrarleyfi fyrir Billann ehf. óskar sýslumaðurinn á Siglufirði eftir staðfestingu frá byggingafulltrúa, með vísan í 10. gr. laga nr. 85/2007, um að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
    Nefndin óskar eftir að byggingarfulltrúi geri úttekt á húsnæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
    Skipulagsstofnun hefur yfirfarið gögn um deiliskipulag fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði og getur ekki tekið afstöðu til þess fyrr en skýrt hefur verið hvernig tekið hefur verið mið af hættmati sem fyrir liggur hjá Veðurstofunni dags. 8. apríl 2008, og umsögn heilbrigðiseftirlits um fráveitur og fyrirkomulag taðþróa. Jafnframt þarf að gera betur grein fyrir og setja skilmála um eftir atvikum: Vatnsveitu og rafveitu. Frágang stíga og gatna, og breidd stíga. Landmótun og frágangi á æfinga- og keppnissvæði, þ.e. ef um nýframkvæmd er að ræða. Lóðarstærðir. Hvort nýta megi ris, eins og algengt er á hesthúsasvæðum, þótt ákvæði sé um að húsin séum á einni hæð. Yfirfara að tákn í skýringum passi við línugerð á uppdrætti. Þar sem gert er ráð fyrir fjölmörgum framkvæmdum utan lóða, s.s. bílastæðum, kerrustæðum, vallarhúsi ofl. er mikilvægt að skýra hvort um sameiginleg eða sameiginlegt svæði sé að ræða og þá hver mörk þeirra eða þess eru.
    Nefndin leggur til að hesthús nr. 5 og 6 á teikningu verði tekin út þar sem þau eru inn á hættusvæði B. jafnframt verði fjárhús nr. 2, 4 og 6 tekin út og reiturinn skilgreindur sem beitarhólf. Tæknideild er falið að fylgja öðrum athugasemdum eftir. 
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
    Deiliskipulag fyrir Hóls- og Skarðsdal var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 21. október til og með 1. desember sl.  Deiliskipulagsvæðið er u.þ.b. 773 ha að stærð og tekur yfir dalbotn Hólsdals og hliðardalinn Skarðsdal.  Þar er skipulagt útivistarsvæði með skíðasvæði, golfvelli, skógrækt, knattspyrnusvæði, tjaldsvæði, frístunahúsum, þjónustureit o.fl.  Forsendur skipulagsins er m.a. tillaga að snjóflóðahættumati fyrir svæðið sem er í kynningu.
    Á auglýsingartíma bárust 1 athugasemd og ein athugsemd barst eftir auglýstan athugsemdarfrest.
    Frá hestamannafélaginu Glæsi.
    Athugasemdir vegna tillögu að útivistarsvæði í Hóls- og Skarðsdal Siglufirði.
    * Hestamannafélagið Glæsir á reiðveginn í Hólsdal og samþykkir ekki breytta nýtingu á honum.
    * Það gengur ekki upp að golfkúlur séu slegnar yfir reiðveg.
    * Golfklúbburinn hefur gert athugasemdir ef riðið hefur verið á gömlum slóðum í nálægð golfvallar austan Hólsár sbr. myndskreitt skammarbréf - undarlegt er að þessi sambúð eigi að ganga betur vestan ár.
    * Við höfnum því að tekin séu af beitarhólf.
    Tæknideild falið að koma með svör við athugasemdum og leiðrétta skipulag. 
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
    Borist hafa athugasemdir íbúa við Bylgjubyggð 1 - 11 vegna deiliskipulags "Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði, Ólafsfjarðarvatni". Gerð er athugasemd við mörk deiliskipulagstillögu og heimkeyrslu við raðhúsið Bylgjubyggð 1 - 11. Óskað er eftir að skipulagsmörk við raðhús færist að vesturstafni spennistöðvarhúss RR. 
    Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að senda tillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
    Skipulags- og umhverfisnefnd gerir að tillögu sinni að samþykktur verði meðfylgjandi lóðaleigusamningur við hestamannafélagið Gnýfara vegna 9021 m2 byggingarlóðar við Kleifarveg í Ólafsfirði, lóðin telst nr. 19 við þá götu.
    Nefndin samþykkir erindið.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
    Óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd taki afstöðu um gjaldskrá fyrir kattahald í Fjallabyggð.
    Nefndin leggur til að gjaldskrá fyrir kattahald í Fjallabyggð verði samþykkt.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
    Lögð er fram tillaga að lítilsháttar breytingum á samþykkt um hundahald í Fjallabyggð, óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd taki aftöðu til breytinganna.
    Nefndin samþykktir breytingar á samþykkt um hundahald.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
    Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir hundahald í Fjallabyggð, óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd taki aftöðu til tillagnanna. 
    Nefndin samþykkir breytingar á gjaldskrá fyrir hundahald í Fjallabyggð
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
    Lögð er fram skýrsla frá Umhverfisstofnun um störf náttúruverndarnefnda sveitafélaga, jafnframt er minnisblað um hlutverk náttúruverndanefnda. Óskað er eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd taki afstöðu varðandi stöðu náttúruverndarmála innan nefndarinnar með tilliti til laga nr. 44/1999.
    Tæknideild falið að ganga frá skýrslu til Umhverfisstofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.