Deiliskipulag fyrir Hóls- og Skarðsdal var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 21. október til og með 1. desember sl. Deiliskipulagsvæðið er u.þ.b. 773 ha að stærð og tekur yfir dalbotn Hólsdals og hliðardalinn Skarðsdal. Þar er skipulagt útivistarsvæði með skíðasvæði, golfvelli, skógrækt, knattspyrnusvæði, tjaldsvæði, frístunahúsum, þjónustureit o.fl. Forsendur skipulagsins er m.a. tillaga að snjóflóðahættumati fyrir svæðið sem er í kynningu.
Á auglýsingartíma bárust 1 athugasemd og ein athugsemd barst eftir auglýstan athugsemdarfrest.
Frá hestamannafélaginu Glæsi.
Athugasemdir vegna tillögu að útivistarsvæði í Hóls- og Skarðsdal Siglufirði.
* Hestamannafélagið Glæsir á reiðveginn í Hólsdal og samþykkir ekki breytta nýtingu á honum.
* Það gengur ekki upp að golfkúlur séu slegnar yfir reiðveg.
* Golfklúbburinn hefur gert athugasemdir ef riðið hefur verið á gömlum slóðum í nálægð golfvallar austan Hólsár sbr. myndskreitt skammarbréf - undarlegt er að þessi sambúð eigi að ganga betur vestan ár.
* Við höfnum því að tekin séu af beitarhólf.
Tæknideild falið að koma með svör við athugasemdum og leiðrétta skipulag.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.