Framkvæmdafé - Vesturgarður og sandfangari

Málsnúmer 1108078

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 227. fundur - 30.08.2011

Lagðar fram upplýsingar frá Siglingastofnun og Innanríkisráðuneytinu um að fé hafi fengist til viðgerða á bæði sandfangara og Vesturgarði í Ólafsfirði, alls 18 m.kr. sem nemur 75% af heildarkostnaði.

Áætlaður heimahlutur bæjarfélagsins er 6 m.kr.
Málið er nú til umfjöllunar í hafnarstjórn. Ætlunin er að lagfæra garðinn í ár fyrir um 4,5 m.kr. og er hlutur hafnarinnar um 1,2 m.kr.  Sá kostnaður er tekinn af viðhaldsfé hafnarinnar á fjárhagsáætlun ársins.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 34. fundur - 07.09.2011

Lagður fram tölvupóstur frá Siglingastofnun um innihald bréfs frá Innanríkisráðuneytinu, þar sem kemur fram að Fjallabyggð hafi fengið framlag til viðgerða á sandfangara og Vesturgarði að upphæð 18.0 m.kr.

Hlutur hafnarsjóðs er 6.0 m.k. en heildarframkvæmdarkostnaður er því um 24 m.kr.

Ráðist verður í lagfæringar á Vesturgarði og er hlutur bæjarfélagsins um 1300 þúsund og er tekið af viðhaldsfé.

Sandfangarinn verður unninn á næsta ári og er framlag bæjarfélagsins um 4.5 m.kr. og verður tekið inn í fjárhagsáætlun næsta árs.

Hafnarstjórn leggur til að ráðist verði í umræddar framkvæmdir í samræmi við framkomnar væntingar og áætlanir Siglingastofnunar.

Samþykkt samhljóða.