Reiðleiðir

Málsnúmer 1108047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 24.08.2011

Ásgrímur Pálmason, formaður Hestamannafélagsins Gnýfara, sendir inn erindi þar sem bent er á að ákveðnar reiðleiðir séu ekki merktar á aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028. 

Erindi frestað, formaður Hestamannafélagsins er boðaður á næsta fund.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 06.10.2011

Þorvaldur Hreinsson fulltrúi Hestamannafélagsins Gnýfara mætti á fundinn til að ræða málefni er varða reiðleiðir.

Nefndin samþykkir að breyta merkingu reiðleiða á Aðalskipulagi við Kleifarveg og Ósbrekku og merktar verði gamlar reiðleiðir um Fossabrekkur og Fossdal.