Fyrir liggur samantekt félagsmálastjóra frá 14. apríl 2011 um akstursþjónustu Fjallabyggðar, eins og hún snýr að verkefnum tengdum þjónustu við fatlaða og aldraða.
Bæjarráð hafði áður óskað eftir umsögn um þörf og fyrirkomulag akstursþjónustu á vegum Fjallabyggðar.
Félagsmálanefnd hefur fjallað um málið og leggur til að akstursþjónustan verði boðin út en ákvörðun um sölu á bifreiðinni, VW Caravelle YL-131, verði tekin í framhaldi af útboðinu. Félagsmálanefnd fól starfsmönnum félagsþjónustunnar að útfæra nánar þarfagreiningu á þjónustuakstri fatlaðra og aldraðra.
Málið er tvíþætt að mati félagsmálastjóra.
Annars vegar núverandi þjónusta er tengist málefnum aldraðra í Skálahlíð og aksturs yngri bekkja grunnskólans í skólasund.
Hins vegar vaxandi kröfur, sjá ferliþjónustu 34. gr. laga nr. 59/1982 um málefni fatlaðra og 13. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra.
Bæjarráð samþykkir að þegar fyrir liggur þarfagreining á þjónustuakstri fatlaðra og aldraðra verði gerð verðkönnun um akstursþjónustu.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.