Varðar efnistöku á Siglunesi

Málsnúmer 1103007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 08.03.2011

Lagt fram til kynningar athugsemdir er varðar efnistöku á Siglunesi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 205. fundur - 08.03.2011

Lagt fram bréf frá 28. febrúar 2011, undirritað af Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur og Margréti St. Þórðardóttur.

Fram kemur í bréfinu m.a. að landeigendur að Siglunesi 4,5, og 6 mótmæla harðlega ákvörðun skipulags - og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 14. febrúar sl. þar sem nefndin veitti heimild til grjóttínslu úr landi Vélsmiðju Hjalta Einarssonar, til sjóvarna.

 

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar lögmanns sveitarfélagsins og fagnefndar.