Umsókn um leyfi fyrir borholu til dælingar á sjó

Málsnúmer 1102026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.02.2011

Ásgeir Logi Ásgeirsson fyrir hönd Norðlandía ehf, óskar eftir leyfi til að bora holu sunnan við Múlaveg 3.  Hugmyndin gengur út á að athuga hvort þarna geti verið um "dauðan sjó" að ræða, þ.e. sjó sem hefur síast gegnum setlögin og er þannig hreinn af bakterium og öðru.  Ef svo færi að þarna væri sjór, þá er aþð hugmydnin að nota hann til að þvo loft það sem frá verksmiðjunni fer.

Erindi samþykkt, nefndin beinir því til umsækjanda að haft verði samráð við tæknideild varðandi frágang borholu.