Ályktun SAMAN hópsins um unglingaskemmtanir

Málsnúmer 1011140

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 193. fundur - 30.11.2010

Lögð fram til kynningar, ályktun Saman - hópsins vegna skemmtana fyrir unglinga undir lögaldri á vínveitingastöðum. Í ályktun þeirra er lýst yfir áhyggjum af endurteknum unglingaskemmtunum á vegum einkaaðila fyrir börn undir lögaldri. Saman hópurinn skorar á sveitarfélög að hlúa að börnum og unglingum með því að vinna gegn skemmtunum á vegum einkaaðila á vínveitingastöðum.