Vaktsvæði vegna Norðursiglinga

Málsnúmer 1011050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 193. fundur - 30.11.2010







Kynnt var hugmynd í atvinnu- og ferðamálanefnd er lýtur að því því að sett verði upp setur í Fjallabyggð þar sem öll umræða varðandi siglingar um Norður-Íshafið verði vöktuð. 
Þetta yrði mögulega gert í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
Samhliða því verði unnið að því, að í framtíðinni verði öll vöktun siglinga um Norður-Íshafið unnin frá Siglufirði.  Ennfremur að grunnviðbúnaður vegna slíkrar skipaumferðar verði á Siglufirði og að hér verði skilgreind neyðarhöfn vegna þessara siglinga með tilheyrandi útbúnaði.
Þessi hluti yrði unnin í nánu samstarfi við Utanríkisráðuneytið.
Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum og felur bæjarstjóra að kanna málið frekar fyrir fyrsta fund bæjarstjórnar í janúar.