Rekstur á knattspyrnuvallasvæðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1010129

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 189. fundur - 02.11.2010

Í erindi KS/Leifturs er óskað eftir því að leitað verði til félagsins varðandi rekstur á knattspyrnuvallasvæðum í Fjallabyggð.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um skipulagsbreytingu varðandi rekstrarfyrirkomulag á vallarsvæðum.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn félagsins á fund bæjarráðs til upplýsingar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 193. fundur - 30.11.2010









Í erindi KS/Leifturs sem tekið var fyrir á 189. fundi bæjarráðs var óskað eftir því að leitað verði til félagsins varðandi rekstur á knattspyrnuvallasvæðum í Fjallabyggð.
Á þeim fundi bókaði bæjarráð að ekki hefði verið tekin ákvörðun um skipulagsbreytingu varðandi rekstrarfyrirkomulag á vallarsvæðum.
Bæjarráð samþykkti hins vegar að boða forsvarsmenn félagsins á fund bæjarráðs til upplýsingar.


Á fund bæjarráðs mætti Hlynur Guðmundsson og reifaði nánar hugmyndir félagsins.
Bæjarráð samþykkir að skoða málið nánar í samvinnu við hlutaðeigandi.