Bæjarráð Fjallabyggðar

189. fundur 02. nóvember 2010 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Aukaframlag 2010 - Reglur og úthlutun

Málsnúmer 1010147Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um áætlað aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árið 2010 og ráðstöfunarreglur.
Til skiptanna er 1 milljarður króna. Sveitarfélaginu Fjallabyggð er ætlað framlag að upphæð 70.021.106 kr.

2.Rekstur á knattspyrnuvallasvæðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1010129Vakta málsnúmer

Í erindi KS/Leifturs er óskað eftir því að leitað verði til félagsins varðandi rekstur á knattspyrnuvallasvæðum í Fjallabyggð.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um skipulagsbreytingu varðandi rekstrarfyrirkomulag á vallarsvæðum.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn félagsins á fund bæjarráðs til upplýsingar.

3.Samningur um útilegukort - framlenging

Málsnúmer 1010149Vakta málsnúmer

Núgildandi samningur um útilegukort fyrir tjaldsvæði í Fjallabyggð rennur út um næstu áramót 31.12.2010.
Í 10. grein samnings er heimild til framlengingar um tvö ár, ef báðir samningsaðilar samþykkja.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samninginn.

4.Vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1.september 2010 - 31.ágúst 2011

Málsnúmer 1010075Vakta málsnúmer

Í erindi Umhverfisstofnunar vegna refaveiða á tímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011 er tilkynnt að engar endurgreiðslur verði af hálfu ríkisins ef fer sem horfir að frumvarp til fjárlaga 2011 gangi eftir.

Bæjarráð samþykkir að vísa umfjöllun um þátttöku sveitarfélagsins til fjárhagsáætlunargerðar.

5.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1010148Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram til kynningar og útskýrði greinargerð vegna fjárhagsáætlunar 2011.
Bæjarráð samþykkir framsettar forsendur og felur bæjarstjóra að vinna áfram í útgjaldaramma áætlunar.

6.Staðgreiðsluskil janúar-október

Málsnúmer 1010150Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samanburður á staðgreiðsluskilum fyrstu tíu mánuði áranna 2007, 2008, 2009 og 2010.
Fram kemur að greiðslur sem hlutfall af áætlun 2010 er 96,2%.

7.Fundargerð 129. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra

Málsnúmer 1010131Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Fyrirkomulag kosninga fyrir Stjórnlagaþing 27. nóvember n.k.

Málsnúmer 1010004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi kosningar stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.

Fundi slitið - kl. 19:00.