Starf deildarstjóra tæknideildar

Málsnúmer 1010069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 187. fundur - 19.10.2010

Bæjarstjóri lagði fram beiðni um að fá að auglýsa eftir starfsmanni í starf deildarstjóra tæknideildar.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 56. fundur - 10.11.2010

Samþykkt var með 9 atkvæðum að taka þetta mál á dagskrá.
Til máls tóku Sigurður Valur Ásbjarnarson og Helga Helgadóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að boða til aukafundar bæjarstjórnar vegna ráðningar í starf deildarstjóra tæknideildar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 11.11.2010





Undir þessum lið véku Elín Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Valur Þór Hilmarsson af fundi.


 


Nefndin fór yfir 15 umsóknir og eftir ýtarlega yfirferð ákvað nefndin að kalla 7 aðila í viðtal og felur formanni nefndarinnar, forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra að ræða við þessa 7 umsækjendur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 191. fundur - 16.11.2010

Kynntar umsóknir sem bárust í starf deildarstjóra tæknideildar.
Skipulags- og umhverfisnefnd ákvað að kalla 7 umsækjendur af 15 í viðtal.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 24.11.2010

Bæjarstjóri og formaður gerðu grein fyrir viðtölum við þá sjö umsækjendur sem nefndin gerði tillögu að.   Viðræðuhópurinn telur tvo umsækjendur standa öðrum framar að hinum ólöstuðum, nefndin mælir með við bæjarstjórn að Ármann Viðar Sigurðsson verði ráðin í starf deildarstjóra tæknideildar.

Samþykkt einróma.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 57. fundur - 15.12.2010

Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins kemur fram í 61. gr. að bæjarstjórn ræður deildarstjóra sem heyra beint undir bæjarstjóra í skipuriti að fengnum tillögum frá bæjarstjóra og umsögn frá viðkomandi nefnd.


15 umsóknir bárust um starf deildarstjóra tæknideildar.

 

Á 191. fundi bæjarráðs voru kynntar umsóknir sem bárust um starf deildarstjóra tæknideildar.
Á 102. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var farið yfir þær umsóknir og eftir ýtarlega yfirferð ákvað nefndin að kalla 7 aðila í viðtal til formanns nefndarinnar, varaforseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra.
Á 103. fundi skipulags- og umhverfisnefnd gerðu bæjarstjóri og formaður grein fyrir viðtölum við þá sjö umsækjendur sem nefndin gerði tillögu að.
Viðræðuhópurinn taldi tvo umsækjendur standa öðrum framar að hinum ólöstuðum, og samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að mæla með við bæjarstjórn að Ármann Viðar Sigurðsson verði ráðinn í starf deildarstjóra tæknideildar.
Aðrir umsækjendur sem uppfylltu umsóknarferli voru :

Ari Arthursson

Ásta Camilla Gylfadóttir

Dóra Lind Pálmadóttir

Björn Þórðarson

Ingvar Þór Ólafsson

Ragnar Thorarensen

Grétar Örn Jóhannsson

Guðmundur Þór Birgisson

Helgi Þór Snæbjörnsson

Karl Ómar Jónsson

Heimir Sverrisson og

Jens Karl Bernharðsson


Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að ráða Ármann Viðar Sigurðsson í starf deildarstjóra tæknideildar frá og með 21. desember 2010.