Bæjarráð Fjallabyggðar

191. fundur 16. nóvember 2010 kl. 17:00 - 17:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Samþykktir fyrir Hornbrekku

Málsnúmer 1011065Vakta málsnúmer

Farið yfir málefni Hornbrekku.

Farið yfir fundargerð Hornbrekku frá 12. október.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstóra að fara yfir málefni og stöðu stofnunarinnar.

2.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu ríkisstyrks til áætlunarflugs

Málsnúmer 1011068Vakta málsnúmer

Í erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis er tilkynnt að ráðuneytið hafi til skoðunar að styrkja ekki lengur áætlunarflug til Sauðárkróks.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir viðræðum um framtíðarskipulag almenningssamgangna til sveitarfélagsins.
Ljóst er að gera þarf tímabundnar ráðstafanir þar til heildarstefna liggur fyrir.

3.Ráðning stuðningsaðila á Leikskála

Málsnúmer 1011028Vakta málsnúmer

Á 53. fundi fræðslunefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti beiðni leikskólastjóra um tímabundna ráðningu stuðningsaðila.
Óskað var eftir heimild til að ráða starfsmann inn í 50% stöðu.
Bæjarráð samþykkir tímabundna lausn til áramóta, en vísar að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2011.

4.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1010148Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að ramma fyrir fjárhagsáætlun  2011.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til umfjöllunar í fagnefndum.

5.Breyting á skóla- og frístundaakstri

Málsnúmer 1011084Vakta málsnúmer

Ræddar hugsanlegar breytingar á skipulagi skóla- og frístundaaksturs.

Fyrir liggur minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna þeirra aðila sem nýta sér aksturinn og óska þeirra um breytingu.

Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslu- og menningarfulltrúa að skipuleggja og haga breytingum á ferðum í samræmi við núverandi fjármagn vegna ferðafjölda, með áherslu á þarfir grunnskólans.

6.Fyrirkomulag kosninga fyrir Stjórnlagaþing 27. nóv. n.k.

Málsnúmer 1010004Vakta málsnúmer

Frá Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti, hefur borist kjörskrárstofn frá Þjóðskrá, fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð vegna kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. kosningalaga skulu kjörskrár lagðar fram eigi síðar en 17. nóvember 2010.
Fjöldi á kjörskrá í Fjallabyggð samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 6. nóvember 2010, er 1607.
Gera þarf leiðréttingu vegna einstaklings sem fallið hefur frá eftir útgáfu kjörskrárstofns.
Eftir leiðréttingu eru því 781 kona og 825 karlar, eða alls 1606 á kjörskrá.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá með ofangreindum breytingum.

7.Uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta á árinu 2009

Málsnúmer 1011071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta á árinu 2009.

8.Starf deildarstjóra tæknideildar

Málsnúmer 1010069Vakta málsnúmer

Kynntar umsóknir sem bárust í starf deildarstjóra tæknideildar.
Skipulags- og umhverfisnefnd ákvað að kalla 7 umsækjendur af 15 í viðtal.

9.Starfsmannahald í þjónustumiðstöð

Málsnúmer 1011093Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Ingvar Erlingsson af fundi.
Rætt um starfsmannahald í þjónustumiðstöð og fyrirkomulag snjómoksturs.

Á næsta bæjarráðsfundi 23. nóvember verður tekin til afgreiðslu tillaga meirihlutans þar að lútandi.

Fundi slitið - kl. 17:00.