Varðar umhverfismál

Málsnúmer 1010022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11.10.2010



Jón Ómar Möller sendir inn bréf þar sem hann bendir á að möl hafi verið dreift í beygjunni við Hvanneyrarkrók sem og inn á Hvanneyrarbraut til norðurs.  Óskar hann eftir að sveitarfélagið beiti sér í að lögum sé framfylgt varðandi efnisflutninga um bæinn.


Nefndin þakkar ábendinguna og mun fara þess á leit við viðeigandi aðila að þeir hreinsi upp eftir sig og að lögreglan sjái til þess að lögum sé framfylgt.