18. ársþing SSNV

Málsnúmer 1008063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 180. fundur - 17.08.2010









18. ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, verður haldið  á Blönduósi 27. - 28. ágúst.
Fyrir bæjarráði liggur dagskrá þingsins ásamt fjárhagsáætlun SSNV um málefni fatlaðra 2011, og drög að samstarfssamningi um byggðasamlag vegna málefna fatlaðra.
Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs, félagsmálastjóri og upplýsti um stöðu viðræðna vegna málefna fatlaðra.


Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita álits Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi drög að samstarfssamningi fyrir byggðasamlagið með tilliti til stjórnsýslulaga.